Þann 14. september næstkomandi gengst fréttaveitan "Cooperative News" fyrir opnum fyrirlestri á netinu um raddir kvenna í samvinnustarfi.
Lesa frétt Konur og samvinnustarf
Fyrr á árum störfuðu hérlendis fjölmargir sparisjóðir víðs vegar um landið. Sparisjóðir eru í eðli sínu samvinnufélög sem starfa yfirleitt svæðisbundnir. Þeim hefur hins vegar fækkað verulega hérlandis og standa nú aðeins fjórir eftir. Það er þó ekki staðan alls staðar t.d. eru starfandi um 250 sparisjóðir á Írlandi. Í fréttinni hér að neðan er fjallað um það mál og sérstaklega hvernig einn þeirra, Donore Credit union vinnur að samfélagsmálum á sínu svæði.
Lesa frétt Öflug starfsemi sparisjóða á Írlandi
Samtök evrópskra landbúnaðarsamvinnufélaga (Cogeca) héldu þann 21. júní sl. málþing um um hlutverk samvinnufélaga í orkuframleiðslu þ.e. undir yfirskriftinni: "Hvert er hlutverk samvinnufélaga við að framleiða hagkvæma, örugga og sjálfbæra orku?“.
Lesa frétt Evrópsk landbúnaðarsamvinnufélög og orkuframleiðsla