Hvað er samvinnurekstur?

Hugveita samvinnufólks í Bandaríkjunum "Cooperatives for a better world" birtir á vefsíðu sinni skemmtilegt myndband þar sem tekið er saman á tveimur mínútum hver meginatriði samvinnurekstrar og hugsjónarinnar að baki eru. Kjarninn í samvinnuhugmyndafræðinni á tveimur mínútum.
Lesa frétt Hvað er samvinnurekstur?

Samvinnufélög utan SÍS

Samvinnufélög sem ekki eru í Sambandi íslenskra samvinnufélag eru nokkur á Íslandi, en þannig var það líka allan starfstíma Sambandsins. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru 32 skráð samvinnufélög í landinu í árslok 2018. Sem dæmi má nefna leigubílastöðin Hreyfil, Sláturfélag Suðurlands, Auðhumlu og Handprjónasambandið. Síðan eru starfandi tvö stór húsnæðissamvinnufélög, Búseti og Búmenn sem fjallað er stuttlega um hér að neðan.
Lesa frétt Samvinnufélög utan SÍS

Evrópsk samvinnufélög gegn matarsóun

Evrópsku samvinnufélögin hafa lengi lagt áherslu á að berjast gegn matarsóun í sínum verslunum. Lögð er áhersla á sjálfbærni í allri starfsemi en einnig fræðslu samhliða, enda er fræðsluhlutverkið samvinnufélögum mikilvægt. Með fræðslu og upplýsingagjöf eru eru neytendur hvattir til að gæta að umhverfinu og sýna samfélagsábyrgð, bæði þegar þeir versla og annarsstaðar í samfélaginu.
Lesa frétt Evrópsk samvinnufélög gegn matarsóun

Samfélagsverkefni

Samvinnufélög leggja mikla áherslu að samfélagsverkefni. Samkvæmt árlegri skýrslu sem tekin er saman á vegum samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi vörðu samvinnufyrirtækin í smásöluverslu þar í landi um 12% hagnaðar á árinu 2016 til samfélagsverkefna sem er tvöfalt meira en helstu samkeppnisaðilar gerðu.
Lesa frétt Samfélagsverkefni

Ávinningur

Þeir sem gerast félagsmenn í samvinnufélögum geta notið ávinnings af með beinum og óbeinum hætti. Hægt er að sækja um svonefnt KEA kort ef þú ert félagi þar. Kortið veitir rétt til margvíslegs afsláttar hjá fyrirtækjum, einkum norðanlands en í sumum tilvikum gilda afsláttarkjörin um land allt. Félagsmenn í Kaupfélagi Suðurnesja og ýmsum öðrum kaupfélögum fá afsláttarkort sem veitir fastan afslátt í öllum verslunum Samkaupa.
Lesa frétt Ávinningur

Alþjóðadagur samvinnufélaga

Alþjóðadagur samvinnufélaga verður haldinn hátíðlegur þann 6. júlí 2019. Þetta er í 96. skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur innan samvinnuhreyfingarinnar og í 25. skipti sem Sameinuðu þjóðirnar standa að hátíðahöldum með samvinnuhreyfingunni. SÞ lýstu árið 2012 alþjóðlegt ár samvinnufélaga og var vakin athygli á samvinnustarfi víða um heim allt það ár.
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga