Samband íslenskra samvinnufélaga er samstarfsvettvangur samvinnufélaga á Íslandi.
Tilgangur Sambandsins er að halda í heiðri hugsjónum og gæta hagsmuna íslenskra samvinnufélaga og fjalla um stefnumörkun fyrir samvinnustarf í landinu.
Það vill leitast við að beina starfi sínu í þá farvegi sem líklegastir eru til að efla velferð þeirra sem þar eru þátttakendur, um leið og hafðar eru í heiðri alþjóðlegar grundvallarreglur samvinnustarfs.
Þetta viljum við gera til dæmis með því:
- Að beita sér fyrir öflugu samstarfi á félagslegu og viðskiptalegu sviði milli fyrirtækja sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu samvinnumanna, svo og að vera vettvangur fyrir samstarf við samvinnufélög í öðrum löndum
- Að útbreiða þekkingu og áhuga á samvinnumálum með hverjum þeim hætti sem telja má vænlegt til árangurs.
- Að vera bakhjarl sjálfseignarstofnana og félaga sem sinna mikilvægum tilgang á sviði mennta, rannsókna, menningar og samfélagsþjónustu víðsvegar um landið.