21 ágúst 2023
Þann 14. september næstkomandi gengst fréttaveitan "Cooperative News" fyrir opnum fyrirlestri á netinu um raddir kvenna í samvinnustarfi. Fyrirlesari verður Erin Hancock sem leiðir námsbraut fyrir stjórnendur samvinnufélaga við St. Mary's háskólann í Halifax í Kanada. Fyrirlesturinn fer fram eins og fyrr segir fimmtudaginn 14. september kl. 13 að íslenskum tíma. Skráning er nauðsynleg. Lesa má meira um viðburðinn og fyrirlesarann hér.