Samband Íslenskra Samvinnufélaga (SÍS) virðir friðhelgi gesta þessarar heimasíðu og annarra sem viðkemur SÍS. Við deilum ekki upplýsingum um þá sem nýta þessa síðu og hyggjumst ekki gera það.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Ef þú sendir okkur fyrirspurn söfnum við lágmarksupplýsingum og eyðum þeim þegar þeirra er ekki lengur þörf. Við notum þessar upplýsingar ekki til annars en yfirlýsts markmiðs. Við munum aldrei selja þessar upplýsingar eða deila þeim með öðrum.
Vafrakökur
Síða SÍS safnar ekki upplýsingum um þá sem heimasækja heimasíðuna nema til að bæta upplifun gesta. Þessar upplýsingar verða aldrei seldar eða notaðar í öðrum tilgangi.
Réttur til upplýsinga og eyðingar
Hægt er að senda inn fyrirspurn á heimasíðunni til að óska eftir upplýsingum um hvaða upplýsingar SÍS eiga til um þig. Einnig er hægt að beina beiðnum um eyðingu gagna.
Endurskoðun og útgáfa
SÍS kann að uppfæra þessa stefnu í samræmi við breytta vinnslu eða breytingu á lögum. Þessi stefna er fyrst gefin út 30. nóvember 2018.