Aðalfundur SÍS

Aðalfundur SíS fyrir árið 2019 var haldinn fimmtudaginn 19. nóv. 2020
Lesa frétt Aðalfundur SÍS

Áherslur samvinnufélaga í Evrópu

Kaupfélag Suðurnesja tekur virkan þátt í samstarfi evrópskra samvinnufélag EURO COOP. Á síðasta fundi voru meðal annars kynnt nokkur helstu umbótaverkefni sem eru í gangi hjá félögunum. Þar er um að ræða mjög fjölþætta hluti til dæmis á sviði loftslags- umhverfis- jafnréttis- og almennra samfélagsmála. Mjög mikið starf í gangi.
Lesa frétt Áherslur samvinnufélaga í Evrópu

Dagskrá aðalfundar SÍS á fimmtudag

Fimmtudaginn 7. nóvember n.k. kl. 14, Glerárgötu 20, Greifinn 2. hæð. Akureyri. Dagskrá í heild hér að neðan.
Lesa frétt Dagskrá aðalfundar SÍS á fimmtudag

Aðalfundur SÍS 2019

Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2018 verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k. á Greifanum Glerárgötu 20, 2 hæð, Akureyri, og hefst hann kl. 14.00
Lesa frétt Aðalfundur SÍS 2019

Alþjóðadagur samvinnufélaga 2019

Alþjóðadagur samvinnufélaga verður haldinn hátíðlegur þann 6. júlí næstkomandi, en dagurinn fer ávallt fram fyrsta laugardag í júli og hefur gert það allt fra 1923. Síðan 1995 hafa Sameinuðu þjóðirnar staðið að hátíðahöldum með samvinnuhreyfingunni. Þemað í ár er “Atvinna með sóma” (e. Decent work). Það byggir á því að samvinnufélögu eru rekstrarform sem snýst fyrst og fremst um fólk. Samvinnufélög eru undir lýðræðislegri stjórn félagsmanna og beita sér fyrir félagslegu réttlæti á vinnumarkaði.
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga 2019

Stafræn samvinnufélög?

Samvinnufólk í Bretlandi gengst í á næstu vikum fyrir viðburðum um allt land þar sem verið er að ræða möguleika samvinnunar í nýsköpunarstarfsemi sem byggir á stafrænni tækni. Sú tækni verður sífellt fyrirferðarmeiri í daglegu lífi. Má þar nefna dæmi eins og starfrænar efnisveitur á borð við Netflx, Hulu og sambærilegar hér heima. Margskonar þjónusta er líka veitt með sömu tækni eins og heimsendingarþjónusta og leigubílaþjónusta samanber Uber forritið. Menn hafa mögulega lítið nýtt möguleika samvinnunar á þessu sviði en í þessari bresku dagskrá verður farið yfir þau dæmi sem eru fyrir hendi og tækifærin framundan.
Lesa frétt Stafræn samvinnufélög?