Samvinnufólk í Bretlandi gengst í á næstu vikum fyrir viðburðum um allt land þar sem verið er að ræða möguleika samvinnunar í nýsköpunarstarfsemi sem byggir á stafrænni tækni. Sú tækni verður sífellt fyrirferðarmeiri í daglegu lífi. Má þar nefna dæmi eins og starfrænar efnisveitur á borð við Netflx, Hulu og sambærilegar hér heima. Margskonar þjónusta er líka veitt með sömu tækni eins og heimsendingarþjónusta og leigubílaþjónusta samanber Uber forritið. Menn hafa mögulega lítið nýtt möguleika samvinnunar á þessu sviði en í þessari bresku dagskrá verður farið yfir þau dæmi sem eru fyrir hendi og tækifærin framundan.
Hérna má sjá meira um þetta átak og dagskrána hér.