Samvinna.is opnuð

Samband íslenskra samvinnufélaga hefur opnað vefsíðuna samvinna.is. Sambandið starfar í dag eingöngu á félagslegum grunni sem samráðsvettvangur aðildarfélaga sinna og stendur ekki fyrir neinum rekstri. Á þessari síðu er meiningin að segja fréttir af starfi þess og eftir atvikum aðildarfélaganna. Í dag eru aðildarfélögin níu, þar af stunda sjö einhverskonar atvinnurekstur.
Lesa frétt Samvinna.is opnuð

Hvað þarf til góðrar samvinnu.

Kaupfélag Suðurnesja birtir á heimasíðu sinni fróðlega skýringarmynd þar sem tekin eru saman helstu atriði sem einkenna samvinnurekstrarformið svo sem um tilgang félaganna, einkenni þeirra og sérstöðu - hvað þarf til að félag teljist samvinnufélag. Félögin eru lýðræðislega uppbyggð þannig að atkvæðisréttur er jafn og byggja á því að hagnaðarvon og umhyggja fyrir samfélaginu fari saman.
Lesa frétt Hvað þarf til góðrar samvinnu.