13 september 2022
Í nýrri skýrslu frá samvinnufélögunum í Bretlandi er bent á möguleika sem samvinnustarf gefur til að takast á við félagsleg vandamál meðal ungs fólks en það þurfi einfaldlega að kynna hreyfinguna betur í þeim hópum.
Rose Marley forstjóri Co-operatives UK segir meðal annars: "Þessi skýrsla undirstrikar fjölmargar áskoranir: ástand geðheilbrigðismála; slæmar atvinnuhorfur og neyðarástand í loftslagsmálum. Þetta er einn mest krefjandi tíminn til að vera ung manneskja í Bretlandi. En það er von. Starf í samvinnufélagi fólk stýrir sinni eigin framtíð stuðlar að andlegri heilsu og vellíðan. Samvinnuhreyfingin er vonarljós fyrir þau.