Kaupfélag Suðurnesja birtir á heimasíðu sinni fróðlega skýringarmynd þar sem tekin eru saman helstu atriði sem einkenna samvinnurekstrarformið svo sem um tilgang félaganna, einkenni þeirra og sérstöðu - hvað þarf til að félag teljist samvinnufélag.
Félögin stefna að efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum ávinningi og eru lýðræðislega uppbyggð þannig að atkvæðisréttur er jafn og byggja á því að hagnaðarvon og umhyggja fyrir samfélaginu fari saman.
Samvinnufélög á Íslandi starfa eftir lögum um þau frá 1991 hvað varðar það sem einkennir þau sérstaklega en annars eftir sömu lögum og önnur fyrirtæki og félög.
Breska samvinnuhreyfingin tekur saman hér á tveimur mínútum hver séu einkenni samvinnufélaga --á ensku.