05 desember 2023
Þann 1. desember sl. var haldin ráðstefna á vegum alþjóðasambands samvinnufélaga þar sem kynnt var útgáfa árbókar samvinnufélaga 2022 (World Cooperative Monitor) þar sem farið er yfir helstu staðreyndir og tölfræði um starf samvinnuhreyfingarinnar á síðasta ári.
Einnig var fjallað sérstaklega um nýtingu stafrænnar tækni í starfi samvinnufélaga.