19 september 2024
Út er komin ný skýrsla um samvinnufélagageirann í Bretlandi eins og hann er í dag. Fyrirtækin eru ríflega 9.300, velta tæplega 170 milljörðum punda og hjá þeim starfa rúmar 1,3 milljónir manna. Skýrslan er tekin saman í ljósi fyrirheits ríkisstjórnarinnar um að tvöfalda stærð samvinnugeirans í landinu. Frekari upplýsingar og skýrsluna sjálfa má sjá hér.