Þingkosningar verða í Bretlandi fimmtudaginn 4. júlí.  Spáð er stórsigri Verkamannaflokksins.  Lítið ber á því í fréttum að í Bretlandi er einnig starfandi sérstakur stjórnmálaflokkur samvinnufólks, The Co-operative Party.   Sá flokkur er í nánu samstarfi við Verkamannaflokkinnn og frambjóðendur hans eru taldir með þeim flokki, en eftir sem áður teflir flokkurinn fram 40 frambjóðendum í kosningunum.  Sjá má yfirlit um þá hér og meira um flokkinn hér.  Ætla má að mörg þessara frambjóðenda nái kjöri ef spár ganga eftir.