Aðalfundur SÍS var haldinn í Reykjavík 23. nóv. eins og fram hefur komið. Ágætis mæting, en hluti fundarmanna tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Talsverð og góð umræða var um framtíðarhlutverk samtakanna en SÍS er eini sameiginlegi vettvangur kaupfélaganna. Nokkur umræða varð líka um mögulega sameiningu háskólanna á Bifröst og á Akureyri, sérstaklega varðandi hvað yrði um Bifröst, ef starfsemi þar yrði hætt. Viðræður eru í gangi um samstarf og mögulega sameiningu en engar ákvarðanir liggja fyrir.
Nýir fulltrúar í stjórn voru kjörnir Sigurjón Rafnsson frá KS og Halldór Jóhannsson frá KEA. Þeir koma í stað Ólafs Sigmarssonar og Birnu Bjarnadóttur en Birna hafði setið í stjórn í rúm 30 ár. Á fundinum voru þeim þökkuð þeirra störf í þágu sambandsins.