Áður en Alþingi var frestað í vor afgreiddi Alþingi breytingu á lögum um samvinnufélög. Þær breytingar fela í sér að takmarka möguleika á því að við slit félags komi eigið fé þess til útgreiðslu til félagsmanna. Þá voru gerðar breytingar á lágmarksfjölda stofnenda samvinnufélaga og loks minni háttar lagfæringar á lögunum. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006 sem fela m.a. í sér að ráðherra fær heimild til að setja reglugerðir til nánari útfærslu.

SÍS skilaði umsögn um frumvarpið til þingnefndarinnar þar sem lagðar voru til tvær breytingar í viðbót, en á þær var ekki fallist. 

Lögin má skoða hér.  Í nefndaráliti er gerð grein fyrir þeim breytingum sem nefndin féllst á og hér má nálgast umsögn SÍS og aðrar umsagnir.