Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að lýsa árið 2025 alþjóðlegt ár samvinnufélaga. Það er í annað sinn í sögunni sem SÞ gera það.
Í ályktun allsherjarþings SÞ segir meðal annars (óopinber þýðing) "að samvinnufélög, í fjölþættum myndum þeirra, stuðla að virkri þátttöku allra í efnahagslegri og félagslegri þróun samfélaga, þar með talið kvenna, ungs fólks, eldra fólks, fatlaðs fólks og frumbyggja. Sú þáttaka þeirra eflir efnahagslega og félagslega þróun og stuðla að því að útrýma fátækt og hungri"
ICA, alþjóðasamband samvinnufélaga hafa ákveðið að þeirra þátttaka í árinu verði undir kjörorðinu "Samvinnufélög byggja betri heim" en dagskrá ársins verður formleg hrint af stað á heimsþingi ICA sem haldið verður á Indlandi 25.-30. nóvember nk. Hér má lesa um það allt á vef ICA.