Fréttir

Samvinnuhugsjónin á Fáskrúðsfirði.

Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi á Fáskrúðsfirði og segja má að bæjarbúar eigi útgerðina á staðnum. RÚV fjallaði á dögunum um Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og hlutverk þess í samfélaginu á staðnum. Sjá hér.

Ríkisstjórn Bretlands vill stækka samvinnugeirann

Út er komin ný skýrsla um samvinnufélagageirann í Bretlandi eins og hann er í dag. Fyrirtækin eru ríflega 9.300, velta tæplega 170 milljörðum punda og hjá þeim starfa rúmar 1,3 milljónir manna.

Alþjóðlegt ár samvinnufélaga 2025

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að lýsa árið 2025 alþjóðlegt ár samvinnufélaga. Það er í annað sinn í sögunni sem SÞ gera það.

Stefnuræða í Bretlandi

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur tekið við völdum í Bretlandi og Karl konungur flutt fyrstu stefnuræðu hennar. Í nýjum þingflokki Verkamannaflokksins eru 43 þingmenn sem kenna sig við samvinnuflokkinn um leið.